Hnífjafnt í hálfleik í úrslitaleiknum í tippleik Víkurfrétta
Spennan er í hámarki í dag á lokadegi tippleik Víkurfrétta, sem í leiðinni markar endalok ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það eru þeir Maggi Tóka og Hámundur Örn Helgason sem bítast um farseðilinn á Wembley um næstu helgi og er hreinlega hægt að skera á spennuna með smjörhníf, nú þegar hálfleikur er í leikjunum og í leik þeirra. Staðan í hálfleik.
Þó svo að þrír leikir á seðlinum klárist ekki fyrr en í kvöld, eru félagarnir með nákvæmlega sömu merkin á þeim leikjum svo það er ljóst að bardaginn mun hugsanlega fara alla leið í spilaúrdrátt! Ef leikar myndu enda eins og staðan er núna, myndi Hámundur vinna með fleiri leiki rétta með einu merki, 5-4.
Þvílík spenna!