Hnefaleikarar hlaupa til styrktar Krafti
Boxarar úr Hnefaleikafélagi Reykjaness (HFR) ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krafti, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur.
Á Facebook-síðu HFR greina þau frá því að Haraldur Hjalti, æfingafélagi þeirra, hafi greinst með krabbamein í annað sinn á þessu ári og vilja félagar hans styrkja Kraft sem hefur veitt Haraldi og svo mörgum öðrum ómetanlegan stuðning í þessari miklu baráttu
Þeir sem vilja styrkja þetta málefni geta heitið á hnefaleikarana í tenglinum hér að neðan.