Hnefaleikamót í Reykjanesbæ um helgina
Um helgina verður haldið Íslandsmeistaramót í hnefaleikum í Reykjanesbæ. Mótið verður haldið í aðstöðu HFR í nýju Bardagahöllinni við Smiðjuvelli 5.
Fyrir hönd HFR keppa þau Hildur Ósk Indriðadóttir (35) og Davíð Sienda (16) í úrslitum í sínum flokkum.
Hildur hefur keppt tvo bardaga á þessu keppnistímabili og sigrað þá báða. Hún keppir í 75kg flokki kvenna.
Davíð hefur æft og keppt allt frá ungum aldri og keppir í -81kg flokki unglinga.