Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 17. mars 2003 kl. 15:56

Hnefaleikamenn á Suðurnesjum fordæmir bardagasýningu

Hnefaleikafélag Reykjaness(B.A.G.) gefur frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: Í ljósi þeirrar umræðu sem farið hefur fram að undanförnu varðandi Ólympíska hnefaleika og þá keppni, Ísland - Danmörk sem fram fór 8.mars síðastliðin í Laugardalshöll og sýnd var á Skjá einum vill Hnefaleikafélag Reykjaness koma eftirfarandi á framfæri við fjölmiðla.Hnefaleikafélag Reykjaness tengist ekki á neinn hátt framkvæmd, undirbúningi eða öðru því sem fram fór í Laugardalshöll umrætt kvöld. Hnefaleikafélag Reykjaness fordæmir sýningu á þeim bardagaíþróttum sem fram fóru að hnefaleikakeppni lokinni. Það samræmist ekki þeim vinnureglum sem Hnefaleikafélag Reykjaness hefur sett sér hvað varðar eftirfylgni með þeim lögum sem í gildi erum gagnvart öllum almennum íþróttum á Íslandi. Félagið harmar þá ákvörðun mótshaldara að leifa keppni í Mo tay og svo kölluðu Free fight. Sú umræða sem hefur hlotist af þessum atvikum hefur án efa skaðað Hnefaleikafélag Reykjaness. Það aðkast sem félagið hefur orðið fyrir hefur skaðað samkeppnisstöðu þess gagnvart öðrum íþróttum á Suðurnesjum en ómæld vinna og fjármunir hafa verið lagðir í uppbyggingu Ólympískra hnefaleika á svæðinu.
Hnefaleikafélag Reykjaness hefur átt fulltrúa í hnefaleikanefnd ÍSÍ og lagðist í tvígang gegn þeirri tillögu að umræddar bardagaíþróttir færu fram þetta kvöld. Tveir aðrir sitjandi nefndarmenn lögðust einnig gegn tillögunni, þeir Ásbjörn Morteins og Ágúst Ásgeirsson.
Hnefaleikafélag Reykjaness hefur stafrækt boxklúbb undir merkjum B.A.G. en Hnefaleikafélag Reykjavíkur undir nafninu H.R. Sú skammstöfun hefur ruglað marga enda mætti hæglega skammstafa Hnefareikafélag Reykjaness undir þessum sömu stöfum. Það er von Hnefaleikafélags Reykjaness að atvik þetta valdi ekki langvarandi skaða á íþróttinni í heild því um góða og gilda íþrótt er að ræða sem sannað hefur forvarnagildi sitt.

Fyrir hönd Hnefaleikafélags Reykjaness (B.A.G.)

Guðjón Vilhelm

Myndin er frá hnefaleikaæfingu í Keflavík og eingöngu til myndskreytingar. Úr safni VF.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024