Hnefaleikafólk sigursælt um helgina
Þau Tómas Einar Ólafsson og Margrét Guðrún Svavarsdóttir frá Hnefaleikafélag Reykjaness unnu sér inn gull á hnefaleikamóti í Kópavogi um helgina. Margrét sem er 16 ára sigraði fyrr á árinu alþjóðlegt mót í Hvidovre, Danmörku. Tómas sem er 27 ára var að stíga aftur inn í hringinn eftir árs fjarveru en hann keppti seinast fyir hönd félagsins í Danmörku 2013. Það hafa verið miklar framfarir hjá kappanum síðan þá.
Mótið var haldið á vegum Hnefaleikafélags Kópavogs núna um helgina. Einng var staðið fyrir Diploma móti fyrir unglinga. Hnefaleikafélag Reykjaness hefur átt stóran þátt í að koma af stað Diploma hreyfingu hérlendis, en Diplma box er tækifæri fyrir unglinga til að sýna fram á hvað þeir hafa lært gegn andstæðing. Lagt er áherslu á létt högg undir stjórnuðum aðstæðum. Um helgina fór Natan Rafn Garðarsson á kostum í sinni fyrstu viðureign. Hann fór á móti hörðum andstæðing og sýndi fram á fyrirmyndarkunnáttu í íþróttinni. Spennandi að sjá hvert þessi ungi ofurhugi ætlar sér í framtíðinni en hann er aðeins 12 ára gamall.