Hnefaleikafélag Reykjaness 10 ára - Barist á morgun
Annað kvöld laugardaginn 5. mars heldur Hnefaleikafélag Reykjaness upp á 10 ára stofnafmæli sitt. Í tilefni að því verður slegið til sannkallaðrar boxveislu um kvöldið þar sem tekið verður vel á móti erlendum gestum í hringnum. Við viljum hvetja alla Suðurnesjamenn að mæta og sýna íslensku keppendunum stuðning. Hnefaleikakappinn ungi og efnilegi Hafsteinn Smári Óskarsson mun m.a etja kappi við Dana sem er reyndari, stærri og þyngri en Hafsteinn keppir í millivigt. Á morgun birtum við stutt spjall við Hafstein hér á vf.is.
Alls munu fimm boxarar frá HFR etja kappi á morgun við gesti frá Danmörku. Mótið hefst kl: 20 en húsið opnar kl:19 en mótið fer fram í gömlu sundhöllinni við Framnesveg í Keflavík. Má eiga von á skemmtilegu kvöldi með fjölbreyttum bardögum en alls verða 11 viðureignir um kvöldið og kostar 1.000 krónur inn.
Efri mynd: Hafsteinn Smári Óskarsson. Neðri mynd frá vinstri: Björn Snævar Björnsson, Pétur Ásgeirsson, Tom Wolbers, Ástþór Sindri Baldursson, Gunnar Davíð Gunnarsson, Ásdís Rósa Gunnarsdóttir, Hafsteinn Smári Óskarsson og Árni Ísaksson.
[email protected]