HM-farar á Keflavíkurflugvelli
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu komu heim frá Rússlandi í gærkvöldi. Þota Icelandair lenti með liðið á Keflavíkurflugvelli um kl. 20:30.
Íslenska þjóðin hefur undanfarnar tvær vikur fylgst með liðinu í frumraun sinni á heimsmeistaramóti í knattspyrnu, á stóra sviðinu.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi myndum við komu liðsins til landsins en hópurinn fór beint upp í rútu sem var rækilega merkt KSÍ og hélt í höfuðstöðvar knattspyrnusambandsins í Laugardal þar sem liðinu var haldin móttaka.