Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hljóðbylgjan og Sportrásin.is bjóða á völlinn
Frá leik Keflavíkur og Fjölnis fyrr í sumar
Sunnudagur 23. ágúst 2015 kl. 12:00

Hljóðbylgjan og Sportrásin.is bjóða á völlinn

Keflavík tekur á móti KR á mánudagskvöld

Knattspyrnudeild Keflavíkur vill koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu:

Hljóðbylgjan, svæðisútvarp Suðurnesja, og Sportrasin.is bjóða stuðningsmönnum Keflavíkur á leik Keflavíkur og KR á þriðjudaginn kl. 18:00.  Þú mætir bara merktur Keflavík í félagsheimilið fyrir leik og færð miða fyrir þig og fjölskylduna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins og við treystum á að stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenni á leikinn  og styðji strákana.

Það verður dagskrá í félagsheimilinu frá kl. 17:00 en þar verður stuðningsmönnum boðið upp á vöfflur með rjóma, kaffi og ávaxtadrykki fyrir börnin á meðan birgðir endast.  Þjálfararnir koma í heimsókn, fara yfir byrjunarliðið og svara spurningum stuðningsmanna.

Nú er um að gera að skella í sig rjúkandi vöfflum fyrir leik og mynda góða stemningu á pöllunum.