Hlaut viðurkenningu fyrir útbreiðslu júdóíþróttarinnar
Um helgina hlaut Guðmundur Stefán Gunnarsson þjálfari og stofnandi Júdódeildar Njarðvíkur viðurkenningu JSÍ fyrir að stuðla að útbreiðslu júdóíþróttarinnar.
Þetta er mikil viðurkenning fyrir það starf sem hefur verið unnið síðan deildin var stofnuð. Deildin hefur vaxið úr engu, í það að vera með 100 iðkendur. Það eina sem stöðvar vöxt deildarinnar er plássleysi. Þessi vöxtur hefði ekki orðin nema fyrir tilstuðlan öflugs foreldrastarfs og stuðnings fyrirtækja í bæjarfélaginu.