Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hlakkar ekki til að flytja til Grindavíkur
Mánudagur 16. janúar 2012 kl. 11:51

Hlakkar ekki til að flytja til Grindavíkur

Nýjasti leikmaðurinn í herbúðum knattspyrnuliðs Grindavíkur, Pape Mamadou Faye sagðist í samtali við í samtali við vefmiðilinn fótbolta.net að hann væri ekkert alltof spenntur fyrir því að flytja til Grindavíkur.

Pape svaraði af hreinskilni þegar blaðamaður bar upp spurninguna. „Nei. Ég hlakka ekki til að flytja þangað en þetta verður mjög gott fyrir mig. Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessu.“ Pape hefur leikið með Fylki og Leikni allan sinn ferill flytur til Grindavíkur í næsta mánuði en hann kann greinilega vel við sig í höfuðborginni. Hann hefur hafið undirbúningstímabilið af krafti og skorað í þremur leikjum í röð.

Viðtalið má sjá hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024