HKR drógst gegn Akureyri í bikarnum
Meistaraflokkur Handknattleiksfélags Reykjanesbæjar var í pottinum þegar dregið var í Eimskipsbikar keppni karla í Handknattleik á mánudaginn siðasta. Ljóst er að það verður við ramman reip að draga, en Úrvalsdeildarlið Akureyrar, sem er sameiginlegt lið KA og Þórs, kom upp úr pottinum sem andstæðingar.
Leikurinn fer fram næstkomandi laugardag í KA heimilinu fyrir norðan heiðar og mun verða spennandi að sjá hvernig HKR mun ganga í fyrsta opinbera handboltaleik sínum, en félagið var stofnað fyrir eingöngu rúmum mánuði síðan.
Vonast er eftir að þessi bikarleikur marki upphaf af langri og farsælli þróun á handboltanum hér í Reykjanesbæ og eru margir sem koma að þessu og hafa lagt mikið á sig til að þetta gæti orðið að raunveruleika.
Á mánudaginn síðasta, þann 29. september hófust fyrstu æfingarnar og var mætingin
framar vonum
Skemmst er frá því að segja að 38 börn í 6. flokki mættu og um 20 í 5. flokki og því ljóst að áhuginn og efniviðurinn er mikill í Reykjanesbæ.
Allir flokkar virðast vera á þessu bili 16 krakkar og upp í þetta 40 krakka. Æfingareru hjá 8., 7., 6., 5., 4., 3., 2., og Mfl. Karla og svo hjá 4. og 5. flokki stúlkna, en í stúlknaflokknum eru þó hvað fæstir iðkendur en samt sem áður er búið að vera að bætast í undanfarið og vonandi heldur sú þróun áfram, en um 16-18 stúlkur eru í þessum flokkum.
Heimasíða
HKR.