Hjörtur og Hafsteinn taka við Reyni
Knattspyrnudeild Reynis Sandgerði samdi við þá Hjört Fjeldsted og Hafstein Rúnar Helgason, um að þjálfa meistaraflokk karla hjá Reyni næstu þrjú árin. Þeir taka við keflinu af Agli Atlasyni sem lét af störfum á dögunum.
Hjörtur er 34 ára keflvíkingur sem verið hefur viðloðandi knattspyrnuna í Sandgerði frá árinu 2004, ýmist sem leikmaður eða þjálfari. Hann á að baki 144 leiki með Reynir. Hjörtur hefur undanfarin ár þjálfað í yngri flokkum félagsins og var einnig nú í sumar Agli Atlasyni til aðstoðar við þjálfun meistaraflokks.
Hafsteinn er 29 ára Sandgerðingur sem lék síðast með Reyni árið 2007. Hafsteinn á að baki 101 leik með Reyni. Hafsteinn mun ennfremur leika með liðinu. Undanfarin ár hefur Hafsteinn leikið með BÍ og Stjörnunni þar áður. Frá þessu er greint á heimasíðu Reynis.