Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 21. mars 2002 kl. 16:31

Hjörtur Harðarson: Keflavík og Njarðvík mætast í úrslitum

Á laugardaginn mætast Keflvíkingar og Grindvíkingar annars vegar og Njarðvíkingar og KR-ingar hins vegar í 4-liða úrslitum Epson-deildarinnar. Við hjá vf.is fengum því Hjört Harðarson fyrrverandi leikmann og þjálfara Þórs á Akureyri til að spá í spilin og velta sér örlítið upp úr þessum liðum.Keflavík - Grindavík: 3-2
„Þetta mun koma til með að verða skemmtileg sería því bæði lið spila hraðan og skemmtilegan bolta ásamt því að skjóta mikið af þriggjastiga skotum. Keflvíkingar eru mjög sterkir heima og þó svo Grindvíkingar hafi unnið Tindastól úti sé ég þá ekki sigra Keflavík í Kef“.
„Það mun mæða mikið á Damon Johnson hjá Keflvíkingum en hann er mikill skorari og tekur líka mikið af fráköstum. Gunnar Einarsson er vaknaður til lífsins og skiptir það miklu máli. Það er gríðarlega mikilvægt að Jón Hafsteinsson komist í lag eftir meiðslin því hann er einn mikilvægasti hlekkur liðsins. Þó svo hann skori ekki mikið er hann sterkur frákastari og frábær varnarmaður sem á eftir að mæða mikið á. Bakkarar Keflavíkurliðsins eru lítið vandarmál enda eiga þeir nóg af þeim og ef einn klikkar eiga þeir alltaf annan til að taka við“.
„Allt spil hjá Grindvíkingum fer í gegnum Tyson Petterson en hann gerir mikið af því að skapa fyrir aðra ásamt því að skora mikið. Keflvíkingar verða að leggja mikla áherslu á að stoppa hann og leifa honum ekki að leika lausum hala. Helgi Jónas Guðfinnson er auðvitað mjög góður leikmaður og svo eru Guðlaugur Eyjólfsson og Páll Axel Vilbergsson einnig sterkir. Grindvíkingar eru þó veikir inn í teig en það er spurning hvort það verði eitthvað vandamál.

Njarðvík - KR: 3-2
„Það mun verða mikill hasar og læti í þessum leikjum og það á eflaust eftir að sjóða upp úr. Það verður spilað eitthvað meira og annað en körfubolta hér. Bæði liðin eru með sterkan hóp og talsverða breidd en KR-ingar eru þó að spila á fleirri mönnum. Njarðvíkingar spila á sjö mjög sterkum leikmönnum sem spila lungað úr leiknum“.
„Njarðvíkingar verða að koma stóru mönnunum hjá sér meira inn í leikinn, þ.e.a.s. Friðriki Stefáns, Halldóri Karlssyni og Páli Kristinssyni. Bakkararnir hafa verið að draga vagninn í vetur og hefur það gengið vel og þar munar mestu um Brenton Birmingham. Logi Gunnarsson og Teitur Örlygsson eru alltaf hættulegir og þeir munu koma til með að skora talsvert af þriggjastiga körfum eins og alltaf“.
„Hjá KR er Ólafur Ormsson að koma sterkur inn eftir meiðsli og hann virðist ætla að vera sprækur. Lykillinn hjá KR er þó Jón Arnór Stefánsson enda mjög góður leikmaður þar á ferð. Njarðvíkingar verða einnig að leggja mikla áherslu á að stoppa Keith Vassel en hann verður sterkari og sterkari með hverjum leiknum og því er mikilvægt að koma stóru mönnunum inn í leikinn í vörn og sókn“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024