Hjálmar stóðst ekki læknisskoðun
Hjálmar Jónsson leikmaður Gautaborg mun ekki leika með íslenska landsliðinu í knattspynu í leikjum þess gegn Skotum og Litháum á Laugardalsvelli. Hjálmar sem hafði verið valinn af Atla Eðvaldssyni til að taka þátt í verkefninu stóðst ekki læknisskoðun landsliðsins og var því ákveðið að skipta honum út fyrir Ólaf Stígsson, leikmann Molde.Það er annars að frétta af Gautaborg, liði Hjálmars, að það er í mikilli fallhættu og er sem stendur með 24 stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Fjórar umferðir eru eftir og þurfa leikmenn liðsins að taka sig gríðarlega á ef ekki á að fara illa fyrir liðinu en Gautaborg hefur sjaldan leikið eins illa og í ár.