Þriðjudagur 23. apríl 2002 kl. 14:55
Hjálmar með sinn fyrsta leik fyrir Gautaborg
Hjálmar Jónsson íþróttamaður Keflavíkur 2001 spilaði sinn fyrsta leik fyrir IFK Gautaborg í gær í tapleik liðsins gegn IF Elfsborg á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni. Hjálmar kom inná á 39. mínútu en gat þó ekki komið í veg fyrir að gestirnir í Elfsborg sigruðu 1:2.