Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 18. júlí 2002 kl. 13:20

Hjálmar kominn á fulla ferð með Gautaborg

Knattspyrnukappinn Hjálmar Jónsson sem lék með Keflavík sl. sumar var í byrjunarliði IFK Gautarborgar í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsta skipti sem Hjálmar var í byrjunarliðinu en Gautaborg tapaði gegn Helsingborg á útivelli 2-1.

Hjálmar var tekinn af leikvelli í hálfleik þegar staðan var 2-0 fyrir Helsingborg. Ekki hefur gengið nógu vel hjá Gautaborg í sumar en þeir eru sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu umferðir, þó aðeins fimm stigum á eftir Örgryte sem er í efsta sæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024