Hjálmar Jónsson íþróttamaður Keflavíkur
 Hjálmar Jónsson knattspyrnumaður var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, sem nú stendur yfir í Kirkjulundi.Íþróttamenn allra deilda voru kjörnir en Hjálmar var jafnframt kjörinn knattspyrnumaður Keflavíkur. Einar Haraldsson lýsti kjörinu og sagði það hafa verið mjög tvísýnt. Hjálmar hefur nú gerst atvinnumaður í knattspyrnu og heldur utan næstu daga.
Hjálmar Jónsson knattspyrnumaður var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, sem nú stendur yfir í Kirkjulundi.Íþróttamenn allra deilda voru kjörnir en Hjálmar var jafnframt kjörinn knattspyrnumaður Keflavíkur. Einar Haraldsson lýsti kjörinu og sagði það hafa verið mjög tvísýnt. Hjálmar hefur nú gerst atvinnumaður í knattspyrnu og heldur utan næstu daga.Þá var Guðmundi Þórðarsyni veittur starfsbikar Keflavíkur fyrir óeigingjarnt starf til fjölda ára fyrir knattspyrnudeild Keflavíkur. Bikarinn er gefinn af Ungmennafélagi Íslands.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				