Hjálmar Jónsson íþróttamaður Keflavíkur
Hjálmar Jónsson knattspyrnumaður var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, sem nú stendur yfir í Kirkjulundi.Íþróttamenn allra deilda voru kjörnir en Hjálmar var jafnframt kjörinn knattspyrnumaður Keflavíkur. Einar Haraldsson lýsti kjörinu og sagði það hafa verið mjög tvísýnt. Hjálmar hefur nú gerst atvinnumaður í knattspyrnu og heldur utan næstu daga.
Þá var Guðmundi Þórðarsyni veittur starfsbikar Keflavíkur fyrir óeigingjarnt starf til fjölda ára fyrir knattspyrnudeild Keflavíkur. Bikarinn er gefinn af Ungmennafélagi Íslands.
Þá var Guðmundi Þórðarsyni veittur starfsbikar Keflavíkur fyrir óeigingjarnt starf til fjölda ára fyrir knattspyrnudeild Keflavíkur. Bikarinn er gefinn af Ungmennafélagi Íslands.