Þriðjudagur 9. apríl 2002 kl. 16:36
Hjálmar fékk ekki að spreyta sig
Hjálmar Jónsson knattspyrnumaður var í leikmannahópi IFK Gautaborg þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Örebro í sænsku deildinni í gær. Hjálmar sat allan tímann á tréverkinu en þetta var fyrsti leikur liðsins á tímabilinu.