Hinn tvíburinn yfirgefur Grindavík
Grindvíkingurinn Harpa Hallgrímsdóttir hefur ákveðið að leika með Njarðvíkingum á næstu leiktíð í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta. Hún er ekki ókunn herbúðum Njarðvíkinga enda lék hún með liðinu á þarsíðustu leiktíð. Tvíburasystir Hörpu, Helga yfirgaf einnig Grindavíkina fyrir skömmu þegar að hún gekk til liðs við Keflvíkinga og ljóst að brottför systrana er Grindvíkingum mikið áfall.
Á heimasíðu UMFG segir m.a. „Þetta er gríðarleg blóðtaka fyrir liðið núna og ekki minni heldur en við urðum fyrir síðastliðið sumar en þá fóru fjórir byrjunarliðsmenn frá okkur.“
Mynd: Karfan.is