Hilmar yngstur til þess að leika í efstu deild
Sló metið hans Sigurbergs
Hinn 15 ára gamli leikmaður Keflvíkinga, Hilmar Andrew McShane, varð í dag yngstur leikmanna frá upphafi til þess að leika í efstu deild. Hilmar sem er fæddur árið 1999 sló þar með met Sigurbergs Elissonar sem hafði staðið óhreyft frá árinu 2007, en þá var Sigurbergur 15 ára og 105 daga gamall. Hilmar sem er 15 ára og 56 daga gamall, kom inn í leiknum fyrir Elías Már Ómarsson undir lokin og fékk lof í lófa frá áhorfendum. Þess má geta að Hilmar er sonur Paul McShane leikmanni Keflvíkinga, en hann var á láni hjá Reyni Sandgerði seinni hluta tímabils.