Hildur, Páll og Þorleifur best í Grindavík
 Hildur Sigurðardóttir, Páll Axel Vilbergsson og Þorleikfur Ólafsson voru kjörin bestu leikmenn karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfuknattleik s.l. laugardag á lokahófi KKD Grindavíkur.
Hildur Sigurðardóttir, Páll Axel Vilbergsson og Þorleikfur Ólafsson voru kjörin bestu leikmenn karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfuknattleik s.l. laugardag á lokahófi KKD Grindavíkur.
Þá var Alma Garðarsdóttir valin efnilegasti leikmaður kvenna og þær Harpa og Helga Hallgrímsdætur fengu verðlaun fyrir mestu framfarir.
Páll Kristinsson var valinn dugnaðarforkur ársins í meistaraflokki karla, Björn Steinar Brynjólfsson var verðlaunaður fyrir mestu framfarir og þá voru félagarnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Pétur Guðmundsson verðlaunaðir fyrir endurkomur ársins.



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				