Heklan
Heklan

Íþróttir

Hildur, Páll og Þorleifur best í Grindavík
Þriðjudagur 25. apríl 2006 kl. 13:59

Hildur, Páll og Þorleifur best í Grindavík

Hildur Sigurðardóttir, Páll Axel Vilbergsson og Þorleikfur Ólafsson voru kjörin bestu leikmenn karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfuknattleik s.l. laugardag á lokahófi KKD Grindavíkur.

 

Þá var Alma Garðarsdóttir valin efnilegasti leikmaður kvenna og þær Harpa og Helga Hallgrímsdætur fengu verðlaun fyrir mestu framfarir.

 

Páll Kristinsson var valinn dugnaðarforkur ársins í meistaraflokki karla, Björn Steinar Brynjólfsson var verðlaunaður fyrir mestu framfarir og þá voru félagarnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Pétur Guðmundsson verðlaunaðir fyrir endurkomur ársins.

 

 

 

 

 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25