Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Herrakvöld KSD Keflavíkur
Fimmtudagur 15. mars 2007 kl. 14:57

Herrakvöld KSD Keflavíkur

Herrakvöld Knattspyrndudeildar Keflavíkur verður haldið í Golfskálanum í Leiru föstudaginn 23. mars kl. 19:00. Ræðumaður kvöldsins verður Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi og annar maður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. 

 

Veislustjóri verður Kjartan Már Kjartansson sem á sínum tíma var kallaður „Veislustjórinn“ svo vinsæll var hann sem slíkur. Auðunn nokkur Blöndal kemur þarna fram og er ekki vitað hvað hann verður með á boðstólnum en eitthvað verður það létt og fullt af háttvísi. Þarna fer fram málverkauppboð og annað hefðbundið. Dýrindis matur verður borinn fram en leikmenn Bikarmeistaranna 2006 munu alfarið annast alla þjónustu þetta kvöld. Tekið verður á móti séróskum frá ákveðnum borðum um hvaða leikmaður þjónar þar til borðs.

 

Miðaverð er kr. 4.500

 

Allar upplýsingar veita:
Einar H. Aðalbjörnsson, 861 2031
Oddur Sæmundsson, 894 2806    
Guðmundur Steinarsson, 899 4536
Karl Finnbogason, 421 5775
Jónas Guðni Sævarsson, 848 3982

 

www.keflavik.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024