Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Herrakvöld í Grindavík
Miðvikudagur 5. apríl 2006 kl. 13:38

Herrakvöld í Grindavík

Meistaraflokkur Grindavíkur í knattspyrnu heldur sitt árlega herrakvöld í Salthúsinu á föstudaginn og opnar húsið kl. 19. Kvöldið þykir hafa tekist afar vel á undanförnum árum og er nú unnið hörðum höndum að því af leikmönnum meistaraflokks að gera enn betur í ár.

Veislustjóri verður Eysteinn Haukssons, Sigurður Jónsson þjálfari Grindvíkinga verður með peppræðu og þá mun Rúnar Júlíusson sjá um tónlistina. Uppboðið vinsæla verður á sínum stað og að þessu sinni verður treyja frá ítalska stórliðinu AC Milan boðin upp en hún er árituð af öllum leikmönnum liðsins.

Miðaverð er kr. 3.900 og hægt er að panta miða í síma 426 8605.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024