Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hermenier til Keflavíkur
Miðvikudagur 3. janúar 2007 kl. 21:52

Hermenier til Keflavíkur

Körfuknattleikslið Keflavíkur hefur ráðið til sín framherjann Sebastian Hermenier en hann kemur frá Binghamton Bearcats háskólanum í Bandaríkjunum. Hermenier hefur franskt vegabréf en hefur ekki spilað utan Bandaríkjanna áður.

 

Hermenier er 195 sm að hæð og segir á heimasíðu Keflavíkur, www.keflavik.is að hann muni fljótlega spila sinn fyrsta leik með Keflavík.

 

Powerademeistararnir sendu Tim Ellis og Thomas Soltaun nýverið til síns heima og nýji leikmaðurinn Isma´il Muhammad fyllti skarð Ellis. Hermenier kemur inn sem Evrópuleikmaður hjá Keflavík en hann er 15 sm lægri en Soltau sem skilaði miðherjastöðu hjá Keflavík og þótti ekki sterkur sem slíkur þrátt fyrir að skila fínum tölum í Evrópukeppninni með Keflavík.

 

Hermenier er talinn duglegur varnarmaður og var með tæp 12 stig og 6,5 fráköst að meðaltali með Binghamton háskólanum.

 

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024