Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hermann tekur við af Hrannari
Þriðjudagur 11. maí 2004 kl. 23:31

Hermann tekur við af Hrannari

Hermann Helgason hefur tekið við stöðu Hrannars Hólm sem formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Hermann var kjörinn einróma á aðalfundi deildarinnar sem var haldinn í kvöld.

Hrannar fer frá góðu búi eftir fjögurra ára starf þar sem rekstur deildarinnar er kominn í mjög gott horf og var jákvæður um þrjár og hálfa milljón í vetur. Hann mun þó sitja áfram í varastjórn og vera nýrri stjórn innan handar, en hún verður skipuð eftirtöldum aðilum:
• Birgir Már Bragason
• Einar Skaftason
• Guðsveinn Ólafur Gestsson
• Jón Guðmundsson
• Kristján Guðlaugsson
• Rúnar Georgsson
• Særún Guðjónsdóttir
• Sigurður B. Magnússon

VF-mynd: Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024