Heljarmenni spila snjógolf í Leirunni
Golfarar eiga ekki sjö dagana sæla síðustu tvo mánuðina en mikið hefur snjóað og lítið sem ekkert færi á því að spila golf. Þó hafa nokkrir kylfingar látið sig hafa það að spila golf í snjónum þó erfitt sé að finna hvítar kúlurnar eftir gott teighögg.
Þeir Jón Ingi Ægisson og Hilmar Theodór Björgvinsson létu snjóinn ekkert aftra sér í því að spila golf og fóru 18 holur í blússandi snjókomu og éli. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var skyggni lélegt og ekki miklar líkur á því að sjá hvar kúlurnar enduðu. Þegar rýnt er gaumgæfilega í myndirnar má sjá golfkúlu, þó ekkert sjálfgefið.
Eins og segir á heimasíðu Betri Kylfinga GS, bkgs.is, er líf þessara mann frekar einfallt. Þeir vinna vaktavinnu, 2-2-3, eða vinna fimm daga vikunnar og spila golf hina tvo og svo öfugt vikuna eftir. Þar voru þeir einnig titlaðir heljarmenni Golfklúbbs Suðurnesja því þeir létu élið ekkert stoppa sig í að klára 18 holurnar.
Myndir af www.bkgs.is
[email protected]