Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Helgi verður áfram með Njarðvík
Föstudagur 13. október 2006 kl. 13:04

Helgi verður áfram með Njarðvík

Þjálfari knattspyrnuliðs Njarðvíkur, Helgi Bogason, undirritaði í gær eins árs samning við félagið og verður því með liðið í 1. deildinni á næstu leiktíð. Framundan er því sjötta starfsár Helga með meistaraflokk Njarðvíkur.

Þá gerði KSD Njarðvíkur einnig eins árs samning við Helga Arnarson um þjálfun 2. flokks félagsins en Helgi Arnarson verður einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokksins. Helgi Arnarson er Njarðvíkingum að góðu kunnur en hann þjálfaði meistaraflokk félagsins árin 1996-1998 og lék á árum áður með liðinu.

Í gærkvöldi voru einnig undirritaðir samningar við yngri flokka þjálfara. Hermann Hermannsson tekur við þjálfun 3. flokks, Hermann er að hefja sinn feril sem þjálfari en hann hefur verið afleysingaþjálfari hjá Njarðvík undanfarin ár. Rafn M. Vilbergsson tekur við þjálfun 4. og 5. flokks, Rafn sem leikur með meistaraflokki er að mennta sig sem íþróttafræðingur við Íþróttaakademíuna hér í bæ. Jóhann Steinarsson heldur áfram með 6. flokk, Jóhann hefur verið þjálfari yngri flokka í Njarðvík síðan árið 2001. Sigmundur B. Skúlason tekur að sér þjálfun 7. flokks, hann er ættaður frá Sauðárkróki og hefur verið viðloðandi knattspyrnuþjálfun síðustu ár. Hann stundar nám við Íþróttaakademíuna hér í bæ.

Þórður Karlsson hefur tekið við  formensku hjá deildinni af Leif Gunnlaugsyni sem hefur verið formaður síðan 1992. Leifur mun starfa áfram sem framkvæmda- og vallarstjóri. Þórður var formaður deildarinnar árið 1988.

Nýtt Barna og unglingaráð er tekið til starfa og það skipa þau Ingigerður Sæmundsdóttir, Jens Sigvarðsson, Sigurbergur Theódórsson og Skúli Bjarnason en fleiri munu koma að starfinu sem meðstjórnendur.

Aðrir aðilar sem koma til með að skipa aðalstjórn deildarinnar eru Andrés Ottosson, Guðmundur Sæmundsson  Leifur Gunnlaugsson, Ólafur Thordarsen, Sighvatur Gunnarsson og Thor Ólafur Hallgrímsson. Þeir sem skipa svo meistaraflokksráð eru Högni Þórðarson, Sigfús Aðalsteinsson og Sverrir Auðunsson.

 

VF-mynd/ http://fotboltinn.umfn.is/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024