Helgi Þór valinn bestur á lokahófi Víðis - myndir
Árni Gunnar valinn framtíðarleikmaður félagsins
Það var að venju líf og fjör í samkomuhúsinu í Garði þegar Víðismenn héldu sitt árlega lokahóf s.l. laugardag. Víðismenn léku mjög vel á síðari hluta tímabils og snéru gengi liðsins algjörlega við en allt útlit var fyrir að liðið væri á góðri leið að falla niður í 4. deild. Tilkoma réttu erlendu leikmannana inn í hópinn virtist vera það sem liðinu vantaði til að fóta sig í deildinni og er liðið til alls líklegt á næsta tímabili ef tekst að halda í þá leikmenn sem fyrr eru.
Helgi Þór Jónsson var útnefndur leikmaður ársins og þá var Árni Gunnar Þorsteinsson sæmdur nafnbótinni „framtíðarleikmaður Víðis“. Annar í valinu á leikmanni ársins var hinn magnaði Milan Tasic sem skoraði í nánast hverjum leik fyrir liðið frá því að hann gekk til liðs við Víði í júlí og átti stóran þátt í viðsnúningi liðsins. Þriðji í valinu á leikmanni ársins var varnarjaxlinn Jón Gunnar Sæmundsson.
Helgi Þór Jónsson ásamt foreldrum sínum, Unni Knútsdóttur og Jóni Ögmundssyni Milan Tasic, annar frá hægri
Jón Jónsson tók lagið fyrir leikmenn og aðstandendur liðsins og það voru svo Grænir Vinir sem að léku fyir dansi langt fram á nótt.
Meðfylgjandi myndir eru frá lokahófi Víðismanna en þær tók Guðmundur Sigurðsson.