Helgi Rafn nýr landsliðsþjálfari í taekwondo
Keflvíkingurinn Helgi Rafn Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í taekwondo frá næstu mánaðarmótum til haustsins 2016. Helgi er flestum iðkendum taekwondo að góðu kunnur og hefur hann um árabil þjálfað Keflavík sem er eitt sigursælasta félag íþróttarinnar. Hann hefur einnig séð um þjálfun fjölda landsliðsfólks. Helgi er sjálfur margfaldur meistari bæði í poomsae og sparring.