Íþróttir

Helgi Rafn fékk bronsverðlaun í Írlandi
Þriðjudagur 15. nóvember 2005 kl. 12:58

Helgi Rafn fékk bronsverðlaun í Írlandi

Keflvíkingurinn Helgi Rafn Guðmundsson náði góðum árangri á opna írska meistaramótinu í Taekwondo sem fór fram þann 6. nóvember sl.

Hann hlaut bronsverðlaun í -80kg flokki eftir að hafa fallið út í undanúrslitum. Í fyrstu viðureigninni áttist hann við heimamann og vann hann 10-12. „Mér fannst hann alveg ágætur og með góða takta,“ sagði Helgi í samtali við Víkurfréttir. „En ég var ekki alveg að finna mig í bardaganum og lét skora á mig nokkur ódýr stig.”

Í öðrum bardaganum mætti hann Breta og fór hann á sama veg. Helgi sigraði 10-12. „Ég var heitari á móti þessum keppanda og var með yfirhöndina allan bardgann, náði góðum öruggum stigum á hann og hélt honum vel frá mér þegar hann sótti. Þó náði hann nokkrum lúmskum ódýrum stigum á mig.“

Helgi keppti næst í undanúrslitunum á móti sterkum írskum keppanda. „Ég var heitur og til í slaginn á móti honum, en hann var augljóslega hærri og sterkari. Ég sótti hart á hann í bardaganum en hann vann örugglega.“ Helgi þurfti því að játa sig sigraðan í undanúrslitum og sætta sig við bronsið. Hann segist þó sáttur við niðurstöðuna og er reynslunni ríkari.

Fleiri Íslendingar kepptu á þessu móti, flestir frá Fjölni en líka nokkrir frá Þór á Akureyri þar sem Helgi Rafn hefur verið að þjálfa.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024