Helgi ráðinn aðstoðarþjálfari
Helgi Bogason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu til næstu tveggja ára. Hann verður því hægri hönd Ólafs Arnar Bjarnasonar þjálfara Grindavíkur sem spilar með liðinu næsta sumar. Helgi er Grindvíkingur í húð og hár, fyrrverandi leikmaður félagsins og hefur áður gegnt stöðu aðstoðarþjálfara. Undanfarin ár hefur hann þjálfað Njarðvík.
Milan Stefán Jankovic verður áfram aðstoðarþjálfari meistaraflokks jafnframt því að sinna afreksþjálfun hjá félaginu, 2. flokki og kemur að tækniþjálfun yngri flokka og meistaraflokki kvenna. Þá hefur Agnar Steinarsson verið ráðinn þrekþjálfari meistaraflokks karla.
Orri Freyr Hjaltalín leikmaður Grindavíkur hefur framlengt samning sinn við félagið um tvö ár og er því samningsbundinn til loka árs 2014. Jafnframt hefur Óli Baldur Bjarnason skrifað undir nýjan samning við Grindavík til næstu fjögurra ára, samkvæmt því er fram kemur á heimasíðu Grindavíkur.
Mynd/fotbolti.net – Helgi Bogason fer í herbúðir Grindvíkinga.