Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Helgi með 35 stig fyrir ÍG
Sunnudagur 13. nóvember 2011 kl. 11:33

Helgi með 35 stig fyrir ÍG

Grindvíkingarnir í ÍG halda áfram að gera góða hluti í 1. deild karla í körfubolta. Þeir unnu í gær góðan sigur á Breiðablik með 95 stigum gegn 90 þar sem Helgi Jónas Guðfinnsson fór á kostum og skoraði 35 stig. Helgi setti niður 15 af 17 vítaskotum sínum og reif einnig niður 8 fráköst. Hinn gamli maðurinn í liðinu, Guðmundur Bragason var með tvennu að vanda, eða 15 stig og 12 fráköst, þar af 8 sóknarfráköst. Hilmar Hafsteinsson sem kom að láni frá Njarvíkingum skoraði svo 17 stig.

Staðan:



Mynd: Helgi á þeim dögum þegar hann lék með Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024