Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Helgi Jónas tekur við Grindavík - Páll Axel og Helga best
Sunnudagur 25. apríl 2010 kl. 13:01

Helgi Jónas tekur við Grindavík - Páll Axel og Helga best


Helgi Jónas Guðfinnsson hefur verið ráðinn næsti þjálfari karlaliðs Grindvíkinga í körfubolta. Þetta staðfesti Magnús Andri Hjaltason formaður kkd. UMFG á lokahófi þeirra Grindvíkinga í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samningurinn við Helga er til þriggja ára en hann tekur við af Friðriki Ragnarssyni. Helgi Jónas lagði skóna endanlega á hilluna fyrir ári en hann hefur leikið nánast allan sinn feril með Grindavík og var einn besti körfuboltamaður landsins.

Helgi Jónas hefur menntað sig í þjálfarafræðum undanfarin misseri og fær nú það verðuga verkefni að stýra meistaraflokknum.

Páll Axel Vilbergsson og Helga Hallgrímsdóttir voru valdir leikmenn ársins í karla- og kvennaliðum félagsins. Hjá körflunum var Þorleifur Ólafsson valinn besti varnarmaðurinn og Ólafur Ólafsson efnilegasti. Hjá kvenfólkinu var Sandra Grétarsdóttir valin efnilegust og Petrúnella Skúladóttir besti leikmaður UMFG í úrslitakeppninni.