Íþróttir

Helgi Jónas mun aldrei þjálfa aftur
Helgi Jónas þegar hann þjálfaði Grindvíkinga.
Fimmtudagur 27. nóvember 2014 kl. 11:35

Helgi Jónas mun aldrei þjálfa aftur

Ræðir um erfiðu ákvörðunina í Fréttablaðinu í dag.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur körfuboltinn spilað stóra rullu í mínu lífi,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, fráfarandi þjálfari Keflavíkur, í viðtali í Fréttablaðinu og á Vísi.is í dag. Eins og áður hefur komið fram ákvað Helgi að hætta þjálfun liðsins um síðustu helgi.

Helgi fann fyrir hjartsláttartruflunum í leik fyrir tveimur vikum og yfirgaf þá völlinn í leikhléi. Það átti eftir að verða hans síðasti leikur sem þjálfari Keflavíkur, segir enn fremur í viðtalinu í Fréttablaðinu, og að Helgi hafi verið mjög máttlítill síðan hann fann fyrir truflununum. Hann sé þó aðeins að komast á fætur en þurfi að passa sig.

Helgi segist í viðtalinu hafa fengið góða skoðun hjá lækninum en þetta hafi verið viðvörun fyrir sig. „Það lá fyrir að ég yrði að fækka við mig verkefnum og þar af hætta að þjálfa Keflavík. Þar með er þessum kafla í mínu lífi lokið. Ég mun aldrei þjálfa körfuboltalið aftur. Ég hef ekki áhuga á því að setja mig í þessa aðstöðu aftur,“ segir Helgi í viðtalinu, sem hjá má í heild sinni hér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024