Íþróttir

Helgi Jónas hættir með Íslandsmeistarana
Miðvikudagur 9. maí 2012 kl. 09:56

Helgi Jónas hættir með Íslandsmeistarana



Helgi Jónas Guðfinnsson tilkynnti stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í gær að hann óski eftir að hætta störfum með liðið sökum anna í vinnu sinni. Aðilar skilja í mesta bróðerni en gífurleg ánægja var með störf Helga og árangurinn á þessu tímabili auðvitað hreint út sagt stórkostlegur þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitillinn var rúsínan í pylsuendanum.

Stjórn kkd.umfg óskar Helga Jónasi alls hins besta í framtíðinni og hann mun örugglega snúa aftur einhvern tíma síðar. Engin ákvörðun hefur verið tekin um eftirmann Helga.

Frá þessu er greint á heimasíðu grindavíkurbæjar.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona