Helgi besti þjálfarinn og Magnús í úrvalsliðinu
Úrvalslið Iceland Express deildar karla í fyrri umferð var kunngjört í dag. Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur var valinn besti þjálfarinn og Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík var valinn í fimm manna úrvalslið. Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn.
Úrvalsliðið fyrri umferðarinnar:
Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn
Magnús Þór Gunnarsson – Keflavík
Árni Ragnarsson – Fjölnir
Marvin Valdimarsson – Stjarnan
Finnur Atli Magnússon – KR
Dugnaðarforkurinn: Nathan Walkup – Fjölnir
Besti þjálfarinn: Helgi Jónas Guðfinnsson – Grindavík
Besti dómarinn: Sigmundur Már Herbertsson
Mynd: Karfan.is