Helgi Áss með skákfyrirlestur á Suðurnesjum
Helgi Áss Grétarsson stórmeistari verður með skákfyrirlestur í Reykjanesbæ sunnudaginn 11 febrúar kl 13:00 í Framsóknarhúsinu við Hafnargötu.
Þess má geta að Helgi Áss var heimsmeistari unglinga 1994 og er núverandi Íslandsmeistari í hraðskák. Helgi Áss hefur áður haldið fyrirlestur hjá Skákfélagi Reykjanesbæjar sem var fróðlegur og skemmtilegur. Þar tók Helgi fyrir aðferðir við skákrannsóknir og greiningu eigin skáka.
Allir skákahugamenn á Suðurnesjum eru hvattir til láta þetta einstaka tækifæri ekki fram hjá sér fara.