Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Helgi  og Grindavík slíta samstarfi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 31. júlí 2023 kl. 12:40

Helgi og Grindavík slíta samstarfi

Knattspyrnudeild Grindavíkur og þjálfari karlaliðs félagsins, Helgi Sigurðsson, hafa komist að samkomulagi um að Helgi hætti þjálfun liðsins.

Eftir gott gengi í upphafi tímabils þar sem Valsmenn voru m.a. slegnir út úr bikarkeppninni á útivelli og liðið var á toppnum, hefur allt gengið á afturfótunum hjá Grindvíkingum og hafa einungis 5 stig af 30 mögulegum komið í hús síðan 27. maí. Grindavík tapaði illa fyrir öðru botnliðanna í deildinni, Njarðvík á laugardaginn og eftir það hófust fundarhöld milli stjórnar Grindavíkur og Helga.

Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar UMFG. „Það var Helgi sjálfur sem baðst lausnar, hann hafði einfaldlega ekki trú á að hann myndi ná að snúa gengi liðsins við. Eftir frábæra byrjun okkar gerðist eitthvað og Helgi og þjálfarateymið náðu því miður ekki að snúa taflinu við. Ég vil persónulega lýsa yfir miklu þakklæti fyrir samstarfið við Helga, hann er frábær drengur í alla staði. Mér þykir afskaplega leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona en eins og ég sagði, það var Helgi sem tók í gikkinn. Janko mun stýra liðinu til að byrja með á meðan við ákveðum hver klárar tímabilið. Það er stutt á milli í þessu, þó svo að illa sé búið að ganga er nóg eftir af mótinu og við getum auðveldlega komið okkur á meðal fimm efstu liðanna en lið tvö til fimm munu heyja úrslitakeppni um laust sæti í Bestu deildinni að ári. Fyrst verðum við samt að koma skútunni á rétta stefnu og ég hef fulla trú á að það takist,“ sagði Haukur að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024