Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Helga Rut: Verður erfitt að stoppa Butler
Birna Valgarðsdóttir verður mikilvæg Keflavíkurliðinu á laugardag að mati Helgu.
Fimmtudagur 14. febrúar 2013 kl. 16:30

Helga Rut: Verður erfitt að stoppa Butler

Það er stór íþróttahelgi framundan fyrir Suðurnesjamenn. Tvö lið af Suðurnesjum leika til úrslita í Powerade-bikar KKÍ. Grindavík leikur gegn Stjörnunni í karlaflokki og Keflavík mætir Val í kvennaflokki. Víkurfréttir ætla að hita upp fyrir leikina og hafa viðað að sér spám frá nokkrum aðilum tengdum körfubolta á svæðinu.

Við fengum Helgu Rut Hallgrímsdóttur, leikmann Grindavíkur í Dominos-deild kvenna, til að spá í leiki helgarinnar. Hún þekkir vel til hjá kvennaliði Keflavíkur þar sem hún lék eina leiktíð áður en hún snéri aftur til Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Stjarnan: Leikir þessa liða eru nú alltaf spennandi en ég verð nú að segja að mínir menn í Grindavík taki þetta. Vörnin mun klárlega ráða úrslitunum og ef Grindavík spilar sinn bolta sem lið er erfitt að stoppa þá. Aaron Broussard sýnir góða takta og verður besti maðurinn á vellinum en held að Lalli muni drífa liðið sitt áfram. Einnig verður gaman að fylgjast með Justin Shouse því maðurinn er óþolandi góður í svona leikjum.

Keflavík-Valur: Ef maður rýnir í deildina myndi ég fyrst halda að Keflavík tæki þetta. Hins vegar hefur Valur verið með góðan stíganda í liðinu og með Kristrúnu og Butler í fararbroddi mun Valur vinna. Þetta verður samt án efa hörkuleikur. Bæði lið spila hraðann bolta og eru með góðan mannskap. En ég held að Valur sé sterkari undir körfunni og að Keflavík muni eiga í erfiðleikum með að stoppa Butler. Þá munu fráköstin og baráttan ráða úrslitum. Ég held að vert sé að fylgjast með Butler gegn sínum gömlum félögum en einnig mun Birna sýna hvað reynslan skiptir miklu máli í svona leikjum. Kristrún hefur einnig verið að spila mjög vel upp á síðkastið og því verður gaman að sjá hvort að hún haldi uppteknum hætti í þessum mikilvæga leik.