Helena Rafnsdóttir fór fyrir Íslandi í góðum sigri á Slóvakíu
Njarðvíkingurinn Helana Rafnsdóttir var atkvæðamest í sigri U20 kvennaliðs Íslands á Slóvakíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Makedóníu, lokatölur 46:50 fyrir Ísland.
Slóvakar byrjuðu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta með sex stigum (18:12) en Ísland minnkaði forystu þeirra fjögur stig í öðrum leikhluta (28:24).
Þriðji leikhluti var jafn og enn leiddu Slóvakar með fjórum stigum þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst (38:34) en góður endasprettur hjá íslenska landsliðinu tryggði Íslandi fjögurra stiga sigur (46:50).
Í liði Íslands var Helena með tíu stig og átta fráköst í leiknum og Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir úr Grindavík bætti við níu stigum og tók fimm fráköst. Þá var Haukakonan Elísabeth Ægisdóttir með sex stig og tók tólf fráköst.
Vilborg Jónsdóttir 3 stig/4 fráköst/0 stoðsendingar, Thea Olafía Lucic Jónsdóttir 3/0/0, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2/1/1 og Hulda Björk Ólafsdóttir 0/4/0. Njarðvíkingurinn Anna Lilja Ásgeirsdóttir kom ekki við sögu í leiknum.
Leikinn má sjá í spilaranum hér að neðan en Ísland mætir liði Noregs í dag og hefst leikurinn klukkan 12:15 að íslenskum tíma. Hægt er að horfa á beint streymi frá leiknum hér.
Suðurnesjaliðin eiga sjö leikmenn í íslenska hópnum en landslið U20 kvenna er þannig skipað:
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar
Thea Olafía Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar
Hulda Björk Ólafsdóttir · Grindavík
Helena Rafnsdóttir · Njarðvík
Lea Gunnarsdóttir · KR
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Anna Lilja Ásgeirsdóttir· Njarðvík
Lára Ösp Ásgeirsdóttir · Njarðvík
Karen Lind Helgadóttir · Þór Akureyri
Þjálfari: Halldór Karl Þórsson
Aðstoðarþjálfarar: Berglind Gunnarsdóttir og Nebojsa Knezevic
Sjúkraþjálfarar: Anna Sóley Jensdóttir og Jóhanna Herdís Sævarsdóttir