Heldur með Cavs og Warriors
Körfuboltasnillingur vikunnar hjá Víkurfréttum
Sara Björk Logadóttir er körfuboltasnillingur vikunnar hjá Víkurfréttum. Hún stefnir langt þrátt fyrir ungan aldur og ætlar sér alla leið í atvinnumennsku og landsliðið. Skemmtilegast finnst henni að æfa boltameðferð á æfingum enda er hún metnaðarfullur bakvörður.
Aldur og félag: 9 ára, Njarðvík.
Hvað æfir þú oft í viku? Ég æfi þrisvar.
Hvaða stöðu spilar þú? Ég er bakvörður.
Hver eru markmið þín í körfubolta? Ég vil komast í íslenska landsliðið og verða atvinnumaður.
Skemmtilegasta æfingin? Dripplæfingar.
Leiðinlegasta æfingin? Layupp með vinstri.
Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Logi Gunnarsson og Björk Gunnarsdóttir.
Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? Stephen Curry.
Lið í NBA? Golden State og Cleveland.