Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heimsmet í Vatnaveröld
Miðvikudagur 8. júní 2011 kl. 10:19

Heimsmet í Vatnaveröld

Bikarkeppni ÍF 2011 var haldin að þessu sinni í Vatnaveröld Reykjanesbæ þann 4. júní og þar voru mætt til leiks Óðinn, ÍFR, Öspin og Fjörður, ríkjandi bikarmeistarar síðustu þriggja ára. Bikarkeppnin fór sem fyrr fram í 25m. laug. Jón Margeir Sverrisson tók sig til og setti annað heimsmet en það gerði kappinn í 200m. skriðsundi og því tvö heimsmet sem kappinn hefur sett á skömmum tíma en hans fyrsta kom í Þýskalandi á dögunum í 800m. skriðsundi í 50m. laug.

Þetta mót markar þau tímamót að aldrei hefur verið svo jafnt allt mótið eins og þetta árið og lengi vel voru þrjú lið að að berjast um þrjú efstu sætin fram á síðustu stundu og á endanum voru aðeins 60 stig sem skildu að fyrsta og annað sætið og stóð Fjörður uppi sem sigurvegari í fjórða sinn á jafnmörgum árum.

Öspin hafnaði í öðru sæti, ÍFR í þriðja sæti og Óðinn í fjórða sæti. Mikil nýliðun hefur orðið á milli ára og voru mörg ný andlit í bikarkeppninni þetta árið. Það er ljóst bikarkeppnin 2012 verður mjög spenandi því liðin munu leggja allt í sölurnar til þess að komast á toppinn enda ekki voru mörg stig sem skildu að liðin en lokatölur voru eftirfarandi:

Fjörður 11.773 stig
Ösp 11.713 stig
Ífr 10.842 stig
Óðinn 7.898 stig.


Nokkur Íslandsmet féllu á Bikarkeppninni og eitt heimsmet.

Jón Margeir Sverrisson S14 200 frjáls aðferð 2:00,74 (Heimsmet)
Thelma B. Björnsdóttir S6 200 frjáls aðferð 3:27,30
Marinó Adolfsson S8 50 bak 0:46,51
Vaka Þórsdóttir S11 50 bak 1:05,75
Marinó Adolfsson S8 50 flug 0:52,91
Jón Margeir Sverrisson S14 100 frjáls aðferð 0:55,96
Vaka Þórsdóttir S11 100 bak 2:25,51
Jón Margeir Sverrisson S14 50 frjáls aðferð 0:25,60


Mynd:Sigurlið Fjarðar 2011.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024