Heimsmet hjá Íþróttamanni Suðurnesja
Ástrós Brynjarsdóttir, taekwondokona og Íþróttamaður Reykjanesbæjar síðustu tvö árin er magnaður íþróttamaður. Hérna sló heimsmet Clohe Bruce í spörkum í púða á einni mínútu. „Fyrst taldi ég 231 spörk en eftir að tveir aðilar skoðuðu spörkin ramma fyrir ramma þá töldu við 239 spörk í púðann á einni mínútu. Nú bíðum við eftir staðfestingu frá Guinness World Records,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, þjálfari Ástrósar. Heimsmetið á Chloe Bruce, 210 spörk.
Hér er myndband sem sýnir Ástrósu í heimsmetstilrauninni og stutt viðtal á eftir.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				