Heimasigur Keflvíkinga en Grindavík tapaði naumt fyrir norðan
Keflvíkingar unnu góðan sigur á Þór Þorlákshöfn í Blue-höllinni en Grindavík laut í lægra haldi fyrir Þór Akureyri þegar 21. umferð Domino's-deildar karla í körfubolta fór fram í gærkvöld. Þetta var næst síðasta umferðin í deildinni en í gærkvöldi kom fram að henni hefur verið frestað í fjórar vikur.
Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru yfir 41:33 í hálfleik. Þórsarar ógnuðu heimamönnum í raun aldrei í leiknum og var heimasigur Keflvíkinga ljós í lok leiks 78:63. Keflvíkingar eiga því ennþá möguleika á toppsætinu í Dominos-deildinni. Dominykas Milka átti frábæran leik fyrir heimamenn og var með 23 stig og 18 fráköst. Kahlil Ahmad fékk sína seinni tæknivillu í leiknum í 3. leikhluta og var í kjölfarið rekinn úr húsi. Kahlil gæti því verið í banni í síðasta leik tímabilsins gegn ÍR á útivelli, en Keflvíkingar binda vonir við að hann sleppi með aðvörun.
Keflavík-Þór Þorlákshöfn 78-63 (18-16, 23-17, 22-16, 15-14)
Keflavík: Dominykas Milka 23/18 fráköst, Callum Reese Lawson 14, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/5 fráköst/9 stoðsendingar, Deane Williams 12/14 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 8/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Ágúst Orrason 3, Valur Orri Valsson 3/5 fráköst, Magnús Már Traustason 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0.
Þór Akureyri-Grindavík 89-86 (15-27, 23-19, 23-22, 28-18)
Á Akureyri voru Grindvíkingar með forystu nær allan leikinn en þeir voru 6 stigum yfir þegar ein mínúta og nítján sekúndur var eftir af leiknum. Þórsarar áttu ótrúlega endurkomu á síðustu mínútu leiksins. Grindvíkingar töpuðu boltanum tvisvar og heimamenn nýttu sér þau mistök og komust einu stigi yfir þegar 6 sekúndur voru eftir af klukkunni. Ingvi Þór Guðmundsson átti lokaskot Grindvíkinga til að komast yfir á síðustu sekúndunum sem geigaði og Þórsarar sigldu ótrúlegum sigri í höfn. Seth LeDay var stigahæstur Grindvíkinga með 28 stig. Liðið er öruggt með sæti í úrslitakeppninni því þó Þórsarar jafni þá í síðustu umferðinni þá er Grindavík með betri árangur í innbyrðis viðureignum og er því öruggt með 8. sæti.
Grindavík: Seth Christian Le Day 28/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 18/7 fráköst/8 stoðsendingar, Valdas Vasylius 14/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 8/5 fráköst, Miljan Rakic 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 2, Kristófer Breki Gylfason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Bragi Guðmundsson 0.