Heimasigrar alls staðar
Úrslitakeppnin í EPSON deildinni fór af stað með pragt í gærkveldi og sigruðust allir leikirnir á heimavelli utan Keflavík-Hamar, en hann verður leikinn i kvöld kl. 20. Njarðvíkingar unnu Skallagrím næsta auðveldlega 95-70 og eiga Borgnesingar erfiðan leik framundan í Borgarnesi því þeirra besti maður, Hlynur Bæringsson, meiddist í öðrum leikhluta og var borinn af leikvelli.Njarðvíkingar voru komnir í góða forystu þegar Hlynur meiddist en gáfu eftir síðustu mínúturnar í öðrum leikhluta og munurinn var ekki mikill í hálfleik 50-43. Njarðvíkingar stungu mjólkurbæinga af í þriðja leikhluta, skoruðu 23 stig i röð og gerðu endanlega út um leikinn sem endaði eins og áður sagði 95-70. Bestir Njarðvíkinga voru Brenton Birmingham, Logi Gunnarsson, Jes Hansen og Halldór Karlsson en einnig léku vel þeir Teitur Örlygsson og Friðrik Ragnarsson en miðherjinn Friðrik Stefánsson fann sig ekki. Bestur Borgnesinga var Warren Peeples. Hlynur lék vel, meðan hans naut við, og Ermolinskji er alltaf erfiður.