Heimasigrar á línuna í Lengjubikarnum
Það voru heimasigrar á línuna í kvöld er öll Suðurnesjaliðin unnu sína leiki í Lengjubikar karla í körfubolta. Keflavík átti ekki í vandræðum með Valsmenn eins og grannar þeirra úr Reykjanesbæ sem sigruðu 1. deildar lið Hamars örugglega, en Grindvíkingar sigruðu Fjölnismenn aðeins með fjögurra stiga mun í Röstinni.
Grindavík 82-78 Fjölnir
Páll Axel Vilbergsson gerði 20 stig og tók 6 fráköst hjá Grindavík og Giordan Watson var með 17 stig.
Njarðvík 90-54 Hamar
Travis Holmes gerði 24 stig og tók 10 fráköst hjá Njarðvíkingum en allir leikmenn liðsins komust á blað. Echols var með 20 stig og 16 fráköst og Maciej Baginski og Styrmir Fjeldsted voru með 10 stig hvor.
Keflavík 72-54 Valur
Charles Parker gerði 21 stig og tók 8 fráköst í liði Keflavíkur. Jarryd Cole var með 19 stig og 8 fráköst og Steven Gerard var með 13 stoðsendingar, Magnús Gunnarsson var með 14 stig en aðrir skoruðu minna.
Mynd EJS: Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með slaka Valsmenn.