Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heimaleikir hjá Suðurnesjaliðunum
Föstudagur 27. janúar 2012 kl. 15:14

Heimaleikir hjá Suðurnesjaliðunum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áðan var dregið í undanúrslit í Poweradebikarkeppni karla og kvenna. Það voru Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ og Gunnar Lár vörumerkjastjóri Powerade á Íslandi sem sáu um dráttinn. Bæði Suðurnesjaliðin sem eftir voru í pottinum fá heimaleiki að þessu sinni.

Undanúrslit í kvennaflokki:

Njarðvík - Haukar
Snæfell - Stjarnan


Í karlaflokki drógust saman:

Tindastóll - KR
Keflavík - KFÍ


Leikið verður dagana 4.-6. febrúar