Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í dag
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður haldið í dag 1. júní. Hlaupið verður frá Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Vegalengdir í boði eru 3,5 eða 7 km. Upphitun fyrir hlaupið verður á vegum Perlunnar og hefst hún 18.45 við Sundmiðstöðina. Hægt var að skrá sig í hlaupið í Perlunni en einnig er hægt að skrá sig við mætingu í dag frá klukkan 17:00. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára og yngri en 1000 kr. fyrir 15 ára og eldri. Innifalið í verðinu er stuttermabolur, en auk þess fá allir sem ljúka hlaupinu viðurkenningarpening og frítt í sund á eftir í Sundmiðstöðinni. Einnig verða veitt verðlaun og happdrætti verður haldið á staðnum. Fjölmennum öll í hlaupið og styrkjum Krabbameinsfélag Suðurnesja!