Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:41

HEILSUFRÓÐLEIKUR:

Að byrja í leikfimi Mætum vel í tíma! Það er nú svona með okkur. Við byrjum í leikfimi af fullum krafti, í einn til 2 mánuði. Hvað gerist svo? Jú, við erum orðin leið eða höfum svo mikið að gera. Við finnum okkur alltaf einhverja afsökun. Ekki mæta fjórum sinnum í 2 til 3 mánuði og svo hætta, því ef þú gerir það ertu alltaf á byrjunarreit. Mætum jafnt og þétt. Eina rétta leiðin er að minnka við sig tímum á viku. Það er t.d. nóg að mæta 1 til tvisvar í viku til að halda sér við. Gerum líkamsrækt að okkar áhugamáli. Þetta er eini líkaminn sem við eigum, hugsum vel um hann, látum okkur sjálf hafa forgang. Enginn annar sér um að hugsa um líkama þinn. En það er ekki bara að vera í leikfimi, vera á fullu að brenna burt fitu. Hvað með sálarlífið? Við fáum mikla útrás þegar við förum í leikfimi, náum meira jafnvægi í líf okkar og eigum auðveldara með að vakna á morgnana. Við verðum miklu jákvæðari, hressari og öruggari með okkur. Við blómstrum og augun glampa af gleði, við lifum lífinu lifandi. Góð leið til að mæta betur: Finndu þér tíma til að fara í leikfimi og að hafðu gaman af því sem þú ert að gera. Þegar fólki finnst skemmtilegt að æfa þá endist það lengur í tímum. En mundu eitt: Það tekur 3 til 4 mánuði þar til þú ferð að sjá verulegan árangur, ef þú æfir 3 til 4 sinnum í viku. Þar af leiðandi er líkamsrækt langtímaverkefni þar sem ánægjan og árangurinn gefur okkur margfaldan styrk fyrir erfiðið sem þarf að leggja á sig. Þetta er mikil vinna. Nokkrir gullmolar til þín til að halda þér við efnið. 1. Settu þér markmið og farðu eftir þeim. 2. Veldu þér eitthvað sem að mun hjálpa þér að ná takmarki þínu. 3. Veldu þér æfingastað sem bíður upp á margar tegundir af tímum, á góðum stað og hefur góða leiðbeinendur. 4. Veldu eróbiktíma við þitt hæfi og fikraðu þig smátt og smátt upp á við. 5. Fáðu hvatningu og stuðning frá fjölskyldumeðlimum og vinum. 6. Æfðu ánægjunnar vegna. 7. Líttu á líkamsrækt sem varanlega breytingu á þínum lífsstíl. 8. Gerðu hluti fyrir þig sjálfa, ekki fyrir Pétur og Pál út í bæ. 9. Ekki festast í einum tíma, fjölbreytni heldur áhuganum gangandi. 10. Vertu jákvæð. Ekki láta annað fólk hafa neikvæð áhrif á þig. Heilsukveðja Hulda Lárusdóttir, þolfimileiðbeinandi og eigandi Stúdeo Huldu
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024