Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heil umferð í kvöld ókeypis á leik Keflavíkur og Vals
Fimmtudagur 2. febrúar 2012 kl. 10:31

Heil umferð í kvöld ókeypis á leik Keflavíkur og Vals

Heil umferð fer fram í Iceland Express deild karla í kvöld en allir hefjast leikirnir klukkan 19:15 venju samkvæmt. Njarðvíkingar eiga erfiðan leik fyrir höndum en þeir fá KR-inga í heimsókn í Ljónagryfjuna en Njarðvíkingar þurfa svo sannarlega á stigum að halda. Keflvíkingar eiga sömuleiðis heimaleik en þeir taka á móti botnliði Vals. Íslenska gámafélagið ætlar að bjóða stuðningmönnum á leikinn og verður aðgangur því ókeypis í kvöld.

Grindvíkingar fara í Breiðholtið og mæta ÍR.

Staðan:



Leikir kvöldsins í IEX-deild karla:
 
ÍR – Grindavík
Fjölnir – Tindastóll
Keflavík – Valur
Stjarnan – Haukar
Njarðvík – KR
Snæfell – Þór Þorlákshöfn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024